Íslenska óperan

Gestaboð - En podcast af RÚV

Kategorier:

Í Gestaboð mæta sprolétt Hans og Gréta, nornin ógurlega og til að halda þeim saman mætir einnig óperustjórinn Steinunn Birna Ragnarsdóttir. Íslenska óperan frumsýnir fljótlega ævintýraóperuna Hans og Grétu eftir Engelbert Humperdinck sem er byggð á hinu klassíska ævintýri Grimmsbræðra sem fjallar um systkinin Hans og Grétu sem búa í skóginum ásamt foreldrum sínum og lenda í klónum á vondu norninni en tekst með samvinnu og hugrekki að klekkja á henni. Tónskáldið samdi óperuna við leiktexta systur sinnar, Adelheid Wette, og upphaflega átti verkið að vera fyrir börnin í fjölskyldunni - en þau áttu að flytja það innan veggja heimilisins. Að endingu varð úr heil ópera sem var frumýnd í Weimar í desember árið 1893 og var það sjálfur Richard Strauss sem stjórnaði uppfærslunni. Síðan þá hefur óperan Hans og Gréta iðulega verið sýnd í aðdraganda jólanna. Söngkonurnar Arnheiður Eiríksdóttir Jóna Kolbrúnardóttir og Dóra Steinunn Ármannsdóttir segja frá þessu fjöruga verkefni og svar hinni klassísku spurningu af hverju þær hafi valið sönginn.