Sigurður og Guðmundur Óskar Guðmundssynir
Gestaboð - En podcast af RÚV
Kategorier:
„Ég er meira naut verandi eldri svo ég fæ meira svona „urrrr,“ segir Sigurður Guðmundsson um þau skipti sem hann og yngri bróðir hans, vinur og samstarfsfélagi Guðmundur Óskar verða ósáttir. Litli bróðir er fljótur að lúffa en oftast eru þeir mestu mátar. Þeir skipa hljómsveitina GÓSS ásamt Sigríði Thorlacius. Bræðurnir Sigurður og Guðmundur Óskar Guðmundssynir eru tónelskir og nánir. Sigurður er einn stofnenda reggísveitarinnar Hjálma og Guðmundur Óskar hefur verið í hljómsveitinni Hjaltalín frá upphafi en það var einmitt í þeirri sveit sem samstarf hans og Sigríðar Thorlacius hófst. Bræðurnir eru svipaðir á margan hátt og deila tónlistaráhuga sínum en eru til dæmis með ólíkan fatastíl. „Guðmundur er töluvert svartari en ég,“ segir Sigurður sem gjarnan klæðist litríkum fötum. „Það er meiri gleði í litunum af nauðsyn þar sem gleðin er ekki mikil innvortis,“ segir hann glettinn í Gestaboði hjá Sigurlaugu Margréti Jónasdóttur á Rás 1. „Nei, ég segi svona. Jú, ég hef gaman að því að prýða mig skrautfjöðrum.“