Alþingi sett eftir fimm mánaða þingpásu og grænlenska hefðarstéttin

Hádegið - En podcast af RÚV

Kategorier:

Löggjafarþing Íslands, Alþingi, verður sett í dag. Tæpir tveir mánuðir eru liðnir frá kosningu og þrjátíu ár er síðan jafn langur tími leið milli þingiskosninga og þingsetningar. Og þá er vert að líta yfir farin veg, og á hvað er framundan. Grænlensk tilraunabörn - það er að segja þeir sex eftirlifandi Grænlendingar sem var gert að vera hluti af félagslegri tilraun danska ríkisins árið 1951, segjast reiðubúin til að höfða mál gegn danska ríkinu til bótagreiðslna. Tuttugu og tvö börn á aldrinum fjögurra til níu ára voru tekin af heimilum sínum í Grænlandi og frá fjölskyldum sínum og þau flutt til Danmerkur þar sem gera átti úr þeim hefðarmenni. Með tilrauninni átti að skapa dönskumælandi yfirstétt í Grænlandi síðar meir. Tilraunin hafði gífurlegar afleiðingar fyrir börnin, sem mörg glímdu við andleg veikindi eða fíkn síðar á lífsleiðinni. Danir hafa verið að mati margra tregir til uppgjörs vegna málsins. Fyrir um ári barst þó opinber afsökunarbeiðni frá Mette Frederiksen forsætisráðherra. En litlu síðar höfnuðu stjórnvöld því að greiða bæri þolendunum bætur. Þungamiðja málsins lægi í því að viðurkenna mistök fortíðarinnar. Þessu eru þolendur ósammála. Þau krefja stjórnvöld um greiðslu bóta innan fjórtán daga, ellegar sæki þau málið fyrir dómstólum. Við förum betur yfir málið í seinni hluta þáttarins. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.