Aðskilnaðarstefna Ísraels og talíbanar í Osló

Hádegið - En podcast af RÚV

Kategorier:

Mannréttindasamtökin Amnesty International gáfu nýverið út skýrslu sem dregur upp dökka mynd af framferði ísraelska stjórnvalda gegn Palestínumönnum. Þar er gengið svo langt að segja að Ísraelsríki viðhaldi aðskilnaðarstefnu (e. apartheid) gegn Palestínumönnum og það verði að draga Ísrael til ábyrgðar fyrir framferði sitt gegn Palestínumönnum, sem stjórnvöld líti einfaldlega átt sem óæðri Ísraelum. Gunnar Hrafn Jónsson blaðamaður og sérfræðingur í málefnum mið-austurlanda, ræddi við okkur um 280 blaðsíðna skýrsluna. Norsk stjórnvöld buðu sendinefnd háttsettra Talíbana frá Afganistan til Oslóar í lok janúar. Tilefnið voru þriggja daga fundarhöld í öruggu umhverfi á Soría Moría hótelinu í Holmenkollen með fulltrúum stjórnvalda Evrópskra- og Bandarískra ríkja, fulltrúum ýmiskonar mannréttinda- og hjálparsamtaka, og samtölum við landa sína í Noregi, sem neyddust til að flýja heimalandið. Mannréttindi, fjárhags- og neyðaraðstoð var í brennidepli. En ástandið þar í landi versnaði til muna í kjölfar þess að Talíbanar tóku völd í landinu eftir að vestræn ríki drógu herlið sín til baka í ágúst í fyrra. En af hverju þessi fundarhöld? Og af hverju í Noregi af öllum stöðum? Hvað hefur svona lagað upp á sig? Doktor Þórdís Ingadóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík og sérfræðingur í alþjóðalögum, ræddi við okkur um hlutverk alþjóðasamfélagsins og aðkomu þess að málum í Afganistan í seinni hluta þáttarins. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.