Fjórða bylgjan og undankeppni HM lokið
Hádegið - En podcast af RÚV
Kategorier:
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta lauk keppni í undankeppni HM í Katar í gær þegar liðið beið lægri hlut gegn Norður-Makedóníu í Skopje, 3-1. Á fimmtudag gerði liðið markalaust jafntefli við Rúmeníu í Búkarest. Íslensku drengirnir riðu ekki feitum hesti frá þessari undankeppni og endaði Ísland með 9 stig, í næst síðasta sæti riðilsins. Kristjana Arnarsdóttir ræðir við okkur um framtíð landsliðsins. Fjórða bylgja kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum ríður nú yfir evrópubúa jafnt sem Íslendinga. Í Austurríki hefur verið sett á útgöngubann fyrir óbólusetta, og í Þýskalandi búa þúsundir hermanna sig undir að rétta heilbrigðisþjónustunni hjálparhönd við bólusetningar þegar líður að jólum. Samkvæmt gögnum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar hefur smitum fjölgað um 7 prósent í Evrópu síðustu vikuna og dauðsföllum um tíu af hundraði. Víða hefur verið gripið eða boðað til hertari sóttvarnaaðgerða vegna þessa, svo sem á Ítalíu, í Hollandi og Þýskalandi. Hér á landi voru sóttvarnarreglur hertar á föstudaginn og í dag hefst enn eitt bólusetningarátakið. Við tökum stöðuna á fjórðu bylgjunni í síðari hluta þáttarins. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.