Horfur á húsnæðismarkaði og Björgvin Páll talar úr einangrun

Hádegið - En podcast af RÚV

Kategorier:

Íbúðaverð hækkaði um rúm fimmtán prósent á síðasta ári og í nóvemeber seldust tæplega helmingur íbúða yfir ásettu verði, samkvæmt upplýsingum úr mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem út kom á dögunum. Hagfræðingar nefna að á meðan regið hefur verulúega úr íbúðum í sölu er eftirspurn eftir þeim gríðarleg. Staðan er sérstaklega slæm á höfuðborgasvæðinu. Magadelna Torfadóttir, viðskiptablaðamaður á Fréttablaðinu, stjórnandi Markaðarins á Hringbraut og umsjónarmaður Fjármálakastsins sest niður með okkur í fyrri hluta þáttarins og ræðir horfur á húsnæðismarkaði. Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir frændum okkar Dönum í fyrsta leik í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta í kvöld. Íslenska liðið spilaði feykivel í riðlakeppninni og vann alla sína leiki, en það er í fyrsta sinn sem strákarnir okkar ná því afreki á stórmóti í handbolta. En Danir eru góðir í handbolta, heimsmeistarar og þar er valinn maður í hverju rúmi, og því við ramman reip að draga í kvöld. Og sú barátta varð enn erfiðarði í morgun þegar fjölmiðlar greindu frá því að þrír lykilmenn í íslenska liðinu, Evar Örn Jónsson, Ólafur Andrés Guðmundsson og markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson, hefðu greinst með kórónuveiruna í gær. Þeir verða í eingangrun næstu fimm daga og missa því næstu leikjum liðsins. Ef það voru í ekki nægilega slæmar fréttir í sjálfu sér, áttu þær eftir að versna enn frekar. Nú rétt fyrir hádegi var greint frá því að fyrirliði liðsins, Aron Pálmarsson, og hornamaðurinn Bjarki Már Elísson, hefðu báðir fengið jákvæða niðurstöðu úr Covid-19 hraðprófi. Við slóum á þráðinn til Björgvins Páls þar sem hann tók því rólega á hótelbergi í Búdapest, í degi eitt af fimm í einangrun, og ræddi við hann um þessi nýjustu tíðindi og möguleika vængbrotins íslensks liðs gegn heimsmeisturum Dana. Við heyrum í Björgvini Páli í síðari hluta þáttarins. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.