Hvalreki í Jemen og fjöldamorðið í Tulsa

Hádegið - En podcast af RÚV

Kategorier:

Í fyrri hlta þáttarins fjöllum við um sannkallaðan, og bókstaflegan, hvalreka í Jemen, annars stærsta ríkis Arabíuskagans. Jemenar hafa haft yfir litlu að gleðjast síðustu ár. Í yfir sex ár hafa ein hörmulegustu og mannskæðustu átök tuttugustu og fyrstu aldarinnar átt sér stað á sunnanverðum Arabíuskaganum, en borgarastríðið í Jemen er stundum kallað gleymda stríðið, átök sem fallið hafa í skuggann á þeim hörmungum sem hafa átt sér stað í Sýrlandi á sama tíma. En hópur jemenskra sjómanna fann á dögunum 127 kíló af hvalambri í maga búrhvals á suðurstörnd landsins. Þeir eru nú auðugir menn, enda hvalambur æði verðmætt. Við ræðum við Eddu Elísabetu Magnúsdóttur, sjávarlíffræðing hjá Háskóla íslands, um þetta undraefni. Í síðari hluta þáttarins fjöllum við um fjöldamorðin í Tulsa, sem áttu sér stað fyrir hundrað árum í Tulsa í Oklahomaríki í Bandaríkjunum. Í maí 1921 myrti æstur múgur hvítra Bandaríkjamanna um þrjú hundruð svarta íbúa borgarinnar, kveiktu í heimilum og fyrirtækjum með þeim afleiðingum að um tíu þúsund misstu heimili sín og fjöldi fólks neyddist til að flýja heimabæinn sinn - margir til frambúðar. Við minnumst fjöldamorðanna í Tulsa í seinni hluta þáttarins og lítum á atburðarrásina í kjölfar þeirra - er búið að gera atburðina upp? Hver segir söguna í dag og hvernig? Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.