Rússar vígbúast og hver ræður því hvað er í fréttum?

Hádegið - En podcast af RÚV

Kategorier:

Við hefjum Hádegið í dag á umfjöllun um herðnaðarumsvif Rússa við úkraínsku landamærin. Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Joe Biden forseti Bandaríkjanna funduðu í gær í um tvær klukkustundir. Rússar hafa aukið við herafla sinn við landamærin að Úkraínu og óttast Bandaríkin og Evrópusambandsríkin að Rússar gætu reynt að innlima enn stærri hluta Úkraínu inn Rússland strax snemma á næsta ári. Mikilvægi fjölmiðla hefur kannski sjaldan verið augljósara en einmitt nú á tímum heimsfaraldurs - þar sem hlutirnir gerast og breytast á ógnarhraða - Og fjölmiðlar virðast vera að standa sína pligt - að minnsta kosti berast okkur fregnir af covid hægri vinstri, dag eftir dag eftir dag á flestum fréttaveitum og miðlum - jafnvel enn eftir næstum tvö ár af veiru. Og á meðan sumir fá hreinlega ekki nóg af heimsfaraldursfregnum, finnst öðrum alveg nóg komið. Enn aðrir eru jafnvel orðnir ónæmir fyrir veirufréttum - þær orðnar eins og suð í sjónvarpsskjá - En hvenær er komið gott? Hvað eiga fjölmiðlar að gera þegar mál varða heimsbyggðina alla, eru alltumlykjandi, og virðast engan endi ætla að taka? Fjalla endalaust um veiru - og það kannski á kostnað annarra frétta? Eða láta bara gott heita á einhverjum tímapunkti? Hvernig ákveða fjölmiðlar yfir höfuð hvað þeir taka til umfjöllunar? Og hversu mikla umfjöllun ákveðin mál fá? Og hvaða máli skiptir það? Við bárum málið undir Valgerði Önnu Jóhannsdóttur, lektor í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.