Sonur Gaddafis í framboð og aukastörfin á breska þinginu

Hádegið - En podcast af RÚV

Kategorier:

Við byrjum í Líbíu. Sonur Muammars Gaddafi, fyrrverandi leiðtoga Líbíu, er meðal þeirra sem nú gefa kost á sér í forsetakosningum í landinu, tíu árum eftir að föður hans var steypt af stóli og tekinn af lífi. Algjör upplausn hefur ríkt í áratug en nú segist hann ætla að endursameina landið, en kosið verður á aðfangadegi jóla. Hver er þessi maður - sem sat í stofufangelsi í sex ár - og hversu líklegt er að honum takist að ná völdum? Til svara því er Gunnar Hrafn Jónsson, blaðamaður og sérfræðingur í málefnum mið-austurlanda. Spilling og hræsni hafa verið vinsæl orð í breska þinginu undanfarna daga í tengslum við umræður um aukastörf þingmanna, regluverkið í kringum þau og hvort eigi að setja bann við þeim. Málið vatt hratt upp á sig í kjölfar þess að Boris Johnson lagði fram tillögu til breytinga á reglunum sem flestir túlkuðu sem tilraun hans til að bjarga samflokksmanni hans, sem gerst hafði uppvís að broti á reglunum um aukastörf þingmanna, frá refsingu og viðurlögum við þeim. En ef það var meiningin misheppnaðist sú tilraun forsætisráðherrans hrapallega. Við förum nánar yfir málið og tilraun Johnsons í seinni hluta þáttarins. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.