Steve Bannon og Ásmundur Einar

Hádegið - En podcast af RÚV

Kategorier:

Steve Bannon, sem gengdi hlutverki aðalráðgjafa Donalds Trumps, fyrrum forseta Bandaríkjanna, mætti fyrir dómara í Washington D.C. í Bandaríkjunum í gær. Hann er ákærður fyrir að hafa sýnt Bandaríkjaþingi lítilsvirðingu í kjölfar rannsóknar Bandaríkjaþings á árásunum á þinghúsið í Washington í upphafi þessa árs og reynt að hindra framgang réttvísinnar. Auk þess að vera langtímabandamaður Trumps er Bannon einnigfyrrum bankastjóri og fjölmiðlamaður - sem nú rekur sitt eigið hlaðvarp. Í nýlegri skýrslu Barnaheilla um fátækt meðal barna er dregin upp dökk mynd af vaxandi barnafátækt í Evrópu. En talið er að um tuttugu og þrjú komma sjö prósent barna innan Evrópu búi við fátækt og félagslega einangrun að meðaltal. Og líklegt er að heimsfaraldur geri slæma stöðu verri. Staðan er einna alskást hér á landi, en þó benda samtökin á ýmislegt sem má betur fara. Við berum skýrsluna undir Ásmund Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og tökum stöðuna á málaflokknum, í seinni hluta þáttarins. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.