#5 Einar Hólmgeirsson

Grjótkastarinn úr Breiðholtinu! Einar Hólmgeirsson sló í gegn með ÍR í byrjun aldarinnar þegar hann beyglaði markstangir, reif netin og hamraði hverri sleggjunni á fætur annarri í markið. Hann hélt áfram að negla boltanum á 400km hraða í Þýskalandi og með landsliðinu en fékk einnig allt of vænan skerf af hinum ýmsu meiðslum. Hann nennir engu veseni, var vakin af Alexander Petterson á óhugnalegan hátt og var rotaður í loftinu í leik... og það var allt Ásgeiri Erni að kenna! Þekktur fyrir sín þrumuskot... Einar Hólmgeirsson! Í boði NOCCO- Ægir Brugghús & Ölhúsið

Om Podcasten

Tryggvi Rafns hittir gamlar kempur sem fara létt yfir ferilinn, velja uppáhalds liðsfélagana og rifja upp skemmtilegar sögur.