Á flótta

Þáttur 2 af 2 Fólksflóttinn frá Úkraínu undanfarnar vikur er sá mesti sem sést hefur í Evrópu síðan í heimsstyrjöldinni síðari. Metfjöldi flóttafólks kemur hingað til lands og móttökukerfi á landamærum hefur verið fært á hættustig. Í þáttunum heyrum við sögur þeirra sem flýja til Íslands. Fjallað er um stöðu flóttafólks og hælisleitenda hér á landi, aðbúnað þeirra og ferlið við að sækja um hæli og aðlagast íslensku samfélagi. Þá er velt upp áleitnum spurningum um lagaleg og siðferðileg úrlausnaefni sem snúa að stöðu flóttafólks og landamærum. Umsjón: Ingvar Þór Björnsson.

Om Podcasten

Í Heimildavarpi RÚV má finna fjölbreytta og fróðlega heimildaþætti og þáttaraðir úr safni RÚV.