Enginn módernismi án lesbía - Fyrri þáttur

Enginn módernismi án lesbía fjallar um hin oft gleymdu áhrif sem bandarísku lesbíurnar Gertrude Stein og Sylvia Beach höfðu á mótun módernismans í París snemma á 20. öld. Gertrude Stein var einn af brimbrjótum módernismans í bókmenntum og markaði einnig djúp spor í blómstrandi listalífi Parísar. Hún kom sér upp einkasafni af verkum eftir listamenn sem að áttu eftir að marka þáttaskil í listasögunni og hefur vinnustofa hennar verið kölluð fyrsta móderníska listasafnið. Umsjón: Tinna Björk Ómarsdóttir.

Om Podcasten

Í Heimildavarpi RÚV má finna fjölbreytta og fróðlega heimildaþætti og þáttaraðir úr safni RÚV.