Karl verður konungur - 3.þáttur

Karl 3. konungur er sá ríkisarfi í sögu Bretlands sem lengst hefur beðið eftir að taka við völdum. Það hefur verið ólga í einkalífi konungs - samskipti hans við Harry prins, yngri son hans eru stirð og þá hefur Andrés prins, bróðir konungs, tengst ýmsum vafasömum málum, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Vangaveltur hafa verið um hvort Breska samveldið lifi af þessi valdhafaskipti og þá eru blikur á lofti í efnahagslífi landsins. Hvernig konungur verður Karl og hver verða hans helstu verkefni? Til að varpa ljósi á það er rætt við fólk víða að. Umsjón: Anna Lilja Þórisdóttir.

Om Podcasten

Í Heimildavarpi RÚV má finna fjölbreytta og fróðlega heimildaþætti og þáttaraðir úr safni RÚV.