Óróapúls 1922

Fyrsti þáttur Hvað er það við Ódysseif eftir Joyce og Eyðilandið eftir Eliot sem veitir þeim þá stöðu í bókmenntasögunni að vera grundvallarrit módernismans. Í þættinum er dregin upp mynd af menningarlegu og sögulegu samhengi þessara verka. Rætt er hvað var að gerast í bókmenntum annarra málssvæða í Evrópu á þriðja áratugnum og meðal annars minnst á rithöfundana Kafka, Proust, Virginiu Woolf og Thomas Mann. Og hvað var að gerast í íslensku bókmenntalífi á þessum árum? Viðmælandi í þættinum er Guðmundur Hálfdánarson. Umsjón: Ástráður Eysteinsson og Þröstur Helgason.

Om Podcasten

Í Heimildavarpi RÚV má finna fjölbreytta og fróðlega heimildaþætti og þáttaraðir úr safni RÚV.