Óróapúls 1922

Þriðji þáttur Ódysseifur eftir James Joyce er til umfjöllunar í þessum þriðja þætti. Bókin kom út á fertugs afmæli höfundarins 2. febrúar 1922 í París. Útgefandinn var Sylvia Beach sem rak þekkta bókabúð í borginni, Shakespeare&Company. Verkið hafði áður birst að hluta í nokkrum heftum bandaríska bókmenntatímaritsins the Little Revies frá 1918 til 1920 eða þar til dómstóla bönnuðu frekari dreifingu á þessari sögu vegna lýsinga á ósiðlegum athöfnum persóna verksins. Útgáfusaga verksins var skrautleg langt fram eftir öldinni en hún er langt frá því eina ástæðan fyrir því að Ódysseifur er oft sögð áhrifamesta skáldsaga 20. aldar. Viðmælendur í þættinum eru Arnór Ingi HJartarson og Pétur Gunnarsson. Umsjón: Ástráður Eysteinsson og Þröstur Helgason.

Om Podcasten

Í Heimildavarpi RÚV má finna fjölbreytta og fróðlega heimildaþætti og þáttaraðir úr safni RÚV.