Vernd og vinna flóttafólks - 2/4

Umfjöllun í fjórum hlutum um fyrirhugaðar breytingar á lögum um útlendinga. Farið yfir helstu atriði frumvarpsins sem verður lagt fram í fimmta skipti á Alþingi í haust. Umsjón Guðrún Hálfdánardóttir. Í þætti 2: Fjórir þingmenn stjórnarandstöðunnar; þau Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Pírötum, Helga Vala Helgadóttir, Samfylkingu, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Miðflokki og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Viðreisn, lýsa afstöðu sinni til frumvarpsins en ekkert þeirra er sátt við frumvarpið eins og það er núna.

Om Podcasten

Í Heimildavarpi RÚV má finna fjölbreytta og fróðlega heimildaþætti og þáttaraðir úr safni RÚV.