Vernd og vinna flóttafólks - 4/4

Umfjöllun í fjórum hlutum um fyrirhugaðar breytingar á lögum um útlendinga. Farið yfir helstu atriði frumvarpsins sem verður lagt fram í fimmta skipti á Alþingi í haust. Umsjón Guðrún Hálfdánardóttir. Í þætti 4: Guðrún Margrét Guðmundsdóttir, sem fer með málefni innflytjenda á vinnumarkaði hjá ASÍ, og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, telja mikilvægt fyrir íslenskt samfélag að hingað flytji fleira fólk og opna eigi íslenskan vinnumarkað enn frekar.

Om Podcasten

Í Heimildavarpi RÚV má finna fjölbreytta og fróðlega heimildaþætti og þáttaraðir úr safni RÚV.