Danski þrællinn sem flúði til Íslands og endurmat sögunnar

Heimsglugginn - En podcast af RÚV - Torsdage

Kategorier:

Gísli Pálsson, prófessor emeritus, var gestur Heimsgluggans og ræddi um nýja leikna heimildarþáttaröð Danmarks Radio sem nefnist Slave af Danmark og fjallar um þrælahald á dönsku Jómfrúareyjum og í Danmörku. Ein höfuðpersóna þáttaraðarinnar er Hans Jónatan sem flúði til Íslands í byrjun 19. aldar. Gísli skrifaði bók, Hans Jónatan: maðurinn sem stal sjálfum sér, um ótrúlegt líf Hans Jónatans. Gísli sagði okkur frá Hans Jónatan, rannsóknum sínum á ævi hans, ætt og þrælahaldi í Danmörku. Í lokin var rætt stuttlega um ferðir bandarískra ráðamanna til Grænlands og skoðanaskipti æðstu manna í Washington á samskiptamiðlinum Signal sem þykja þeim ekki til mikils sóma.