179 - Árásir á Kharkiv í Úkraínu og hin hliðin á Tene

Borgin Kharkviv er núna eitt helsta skotmark Rússa og skortur á öflugum loftvarnarkerfum hafa gert hana og ýmsa innviði í Úkraínu að auðveldari skotmörkum en áður. Rússar hafa hert mjög árásir undanfarið og margir, það á meðal forseti Úkraínu, búast við sókn þeirra á næstu vikum og mánuðum, þegar sumarið er komið og leðjan á vígvellinum er þornuð. Svo kynnum við okkur hina hliðina á ferðamannaparadísinni Kanaríeyjum. Það eru nefnilega vandræði í Paradís. Þar er nokkur óánægja með þann mikla fjölda ferðamanna sem kemur til eyjanna og kannski aðallega áhrifin sem þeir hafa á líf heimamanna. Boðað hefur verið til mótmæla og við heyrum frá skipuleggjanda mótmælanna í þættinum, Íslendingum á Tene og prófessor í ferðamálafræði við Háskóla Íslands.

Om Podcasten

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.