95 | Ofbeldi gegn konum í Kanada og mótmæli gegn sóttvarnaraðgerðum

94 | Þó konur af frumbyggjaættum séu einungis um 4% kvenna í Kanana þá eru þær 16% allra kvenna sem eru myrtar í landinu ár hvert. Þá eru ótaldar allar þær konur úr þeirra röðum sem hverfa sporlaust ár hvert. Illa gengur að rekja upp það munstur er ofbeldi gegn konum af frumbyggjaættum er í Kananda, þrátt fyrir fögur fyrirheit virðist viljinn til að bæta ástandið ekki nógur til að ráðast í aðgerðir. Ofbeldið er enn ein birtingarmynd þeirrar ójöfnu stöðu sem fólk af frumbyggjaættum er í, og hefur verið í hátt í 500 ár. Birta fjallar um málið. Frá því kórónuveirufaraldurinn hófst hafa stjórnvöld um allan heim , í öllum löndum, viðhaft sóttvarnaraðgerðir sem eðli málsins samkvæmt koma niður á almennum borgurum. Þessar reglur eru misstrangar eftir löndum, en eiga það þó sameiginlegt að með einum eða öðrum hætti hefta þær frelsi fólks, þótt tilgangur þeirra sé auðvitað að vernda borgaranna. Undanfarnar vikur og mánuði hafa mótmæli almennings gegn stjórnvöldum og aðgerðum þeirra til sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar færst í aukanna. Guðmundur Björn ræðir við Sigrúnu Ólafsdóttur, prófessor í félagsfræði. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Guðmundur Björn Þorbjörnsson.

Om Podcasten

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.