98 | Innrás Rússa í Úkraínu

Heimskviður heilsa laugardaginn 26. febrúar. Þetta er 98. þáttur Heimskviðna, sem hófu göngu sína haustið 2019 - og er eins og segir í kynningu þáttarins - þáttur sem fjallar um það sem gerist ekki á Íslandi. Þetta er í fyrsta sinn sem þátturinn er sendur út í beinni útsendingu hér úr Efstaleitinu, enda er tilefnið ærið. Rússar hafa ráðist inn í nágrannaríki sitt í vestri, Úkraínu - og staðan breytist ört með hvejrum klukkutímanum sem líður. Vikum saman - og jafnvel mánuðum - óttaðist alþjóðasamfélagið - og ekki síst íbúar og stjórnvöld í Úkraínu, að nákvæmlega þetta myndi gerast. Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, hefur síðustu vikur aukið stórlega við herlið Rússa við úkraínsku landamærin úr suðri, austri og norðri - en hélt því þó alltaf fram að þetta væru aðeins heræfingar og að íbúar Úkraínu sem og ríki vesturlanda, þyrftu ekkert að óttast. Í sjónvarpsávarpi til rússnesku þjóðarinnar á fimmtudagsmorgun sagði Pútín að hann hefði ákveðið að hefja sérstaka hernaðaraðgerð til þess fallna að verja fólk, sem hefðu mátt þola þjóðarmorð og væru fórnarlömb ofsókna af hálfu úkraínska stjórnvalda, síðastliðin átta ár. Með þessum aðgerðum vildi Pútín draga úr herstyrk Úkraínu, og það sem meira er - draga úr nasistatilburðum úkraínustjórnar - stórnvalda sem hafa framið óteljandi stríðsglæpi gegn almennum borgurum, þar á meðal íbúum Rússlands. Talið er að minnsta kosti 200 Úkraínumenn hafi látið lífið frá því Rússar réðust inn í landið, en Rússar réðust inn í Úkraínu úr norðri, suðri og austri - meðal annars á höfuðborgina Kiev eða Kænugarð. Upphaflega var talið að Pútín myndi einblína á að veikja hernaðarlega innviði Úkraínu en nýjustu fregnir herma þó, að saklausir borgarar hafi einnig fallið. Vlodomyr Zelensky forseti Úkraínu hefur líst yfir herlögum í landinu,og þúsundir Úkraínumanna flýja nú land unnvörpum. Til að ræða þetta hræðilega stírð sem nú er nýhafið, eru þauFriðrik Jónsson, sérfræðingurí öryggis- og varnarmálum og fyrrum fulltrúi Íslands í hermálanefnd NATÓ, Jón Ólafsson prófessor við Háskóla Íslands og sérfræðingur í rússneskum stjórnmálum, og Dagný Hulda Erlendsdóttir fréttamaður á RÚV og sérstakur sérfræðingur okkar hér innanhúss um Rússland. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Guðmundur Björn Þorbjörnsson.

Om Podcasten

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.