Sumarútgáfa: Glæpir og sakamál
Heimskviður - En podcast af RÚV - Lørdage
Kategorier:
Í sumar verða áhugaverðir og tímalausir pistlar úr Heimskviðum vetrarins endurfluttir. Hver þáttur hefur sitt sérstaka þema, og þemað í fjórða sumarþættinum er glæpir og sakamál. Fjallað verður um morðið á Olof Palme, servéttu sem varð morðingja að falli í Bandaríkjunum, hvarf Önnu Elisabeth Hagen og almennan áhuga fólks á sakamálum. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.