Sumarútgáfa: Karlar

Heimskviður - En podcast af RÚV - Lørdage

Kategorier:

Í sumar verða áhugaverðir og tímalausir pistlar úr Heimskviðum vetrarins endurfluttir. Hver þáttur hefur sitt sérstaka þema, og þemað í öðrum sumarþættinum er karlar. Fjallað er um andlát Kobe Bryant, eins besti körfuboltamanns allra tíma, hefði farist í hörmulegu þyrluslysi í janúar. Kobe var ekki dæmigerður íþróttamaður. Hann var líka skáld, og óskarsverðlaunahafi, sem var í stöðugri leit að fullkomnun. Sú leit mótaði hann, og rakst Kobe á ófáa veggi á leiðinni. Þá er einnig fjallað um Andrés Brétaprins, næstelsta son Elísabetar Englandsdrottningar, sem stóð í ströngu í vetur vegna ásakana um að hafa misnotað stúlku undir lögaldri skömmu eftir aldamót. Og svo er það John Bercow, hinn litríki forseti neðri málstofu breska þingsins. Bercow hætti síðasta haust, en setti mark sitt á embættið. Ekki bara með líflegri framkomu í þingsalnum, heldur einnig með því að auka vægi þingsins. En hver er þessi maður, og hvaða þýðingu hefur embættið sem hann ætlar að hætta að gegna? Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.