#11 - Breytingar í menntun og verkefnið SmileyCoin - Gunnar Stefánsson
Kategorier:
Gunnar Stefánsson er prófessor við Háskóla Íslands. Hann er mikill áhugamaður um kennslu og hefur um árabil verið í forsvari fyrir Styrktarfélagið Broskalla sem dreifir kennsluefni, hugbúnaði og tölvum til fátækra svæða í Kenýa. Í þessu samtali ræddum við um hvernig stefnur í menntun eru að breytast, hvernig rafrænn kennsluhugbúnaður er að hjálpa sjálfstæði nemenda og hvernig maður fer að því að búa til rafmynt. En að tilkynningum. Frá síðasta þætti um XRP er komið í ljós að Ripple keypti íslenska félagið Algrím og stefnir í sókn á Íslandi. Við óskum þeim í Algrím til hamingju með söluna en einnig er kærkomið að fá fleiri stórfyrirtæki úr geiranum til landsins. Monerium gerði einnig garðinn frægan og framkvæmdi m.a. fyrsta rafræna uppgjör sinnar tegundar í heiminum fyrir IKEA með snjallsamningi og þjóðargjaldmiðlum á bálkakeðjum í síðustu viku. Þessi færsla vakti heimsathygli og það verður gaman að fylgjast með hvað þau taka sér fyrir höndum á næstunni Í dag, þriðjudaginn 8. október fer fram fimmti fyrirlesturinn í fyrirlestrarröð um alla anga rafmynta og bálkakeðja. Næstur stígur hann Gísli Kristjánsson til leiks en hann er einmitt meðstofnandi og tækniþróunarstjóri Monerium. Klárlega fyrirlestur sem þú mátt ekki missa af. Fyrirlestrarnir eru opnir öllum og fara fram í Háskóla Íslands kl 15:00 í sal 157 í byggingu VR-II. Fyrirlestrarnir verða svo haldnir alla þriðjudaga á sama tíma til 26. nóvemer.