#9 - Frumkvöðlalífið og meira um Bitcoin - Patrekur Maron Magnússon
Kategorier:
Patrekur Maron Magnússon er með BS. gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands og er einn af stofnendum vefstofunnar Mojo. Í gegnum árin hefur hann fetað frumkvöðlaveginn og m.a. tekið þátt í tveimur nýsköpunarhröðlum, stofnað þrjú fyrirtæki ásamt því að taka inn styrki og fjármögnun. Í þessu samtali ræddum við um hvernig það er að vera frumkvöðull, þátttöku í nýsköpunarhröðlum, hvernig landslagið hefur breyst með að kaupa rafmyntir, myntkaup.is sem er nýr skiptimarkaður með rafmyntir á Íslandi ásamt áhrifum Bitcoin útgáfuhelmingunarinnar (e. halving) í maí á næsta ári. En að tilkynningum. Í dag, þriðjudaginn 10. september hefst fyrirlestrarröð um alla anga rafmynta og bálkakeðja. Fyrirlestrarnir eru opnir öllum og munu okkar færustu sérfræðingar tala um þeirra sérhæfingu innan geirans. Ég mun opna fyrirlestraröðina í dag klukkan 15:00 í Háskólanum í sal 157 í byggingu VR-II og tala um allt það sem mér þykir spennandi og áhugavert við rafmyntir. Fyrirlestrarnir verða svo haldnir alla þriðjudaga á sama tíma til 26. nóvemer.