Bók láðs og laga 山海经

Þetta sinn hefur bókin Shanhai Jing 山海經 eða Bók Láðs og Laga orðið fyrir valinu til umfjöllunar. Þessi er afskaplega skrítin, sennilega leitun að jafn furðulegri bók. Hún er uppfull af upptalningum á fjöllum og ám, og flóru og fánu fjarlægra landa, en allt er það lygasögu líkast og harla ævintýralegt. Dýrin í upptalningunni eru gjarnan samansett úr líkamshlutum þekktra dýra, eðlur með vængi, tígrar með fuglsklær og einnig oft með mannshöfuð eða ásjónu. Jurtirnar og tréin hafa einatt ýmsa yfirnáttúrulega lækningamætti eða blómstranir þeirra eru fyrirboðar. Bókin er líklega á vissan hátt forfaðir seinni tíma bóka um drauga og kraftaverk, eins og furðusögur Pu Songling í Liaozhai og Vesturferðin sem báðar hafa fengið umfjöllun í þessum hlaðvörpum, en munurinn er sá að Shanhai Jing eða Bók Láðs og Laga eins og ég mun kalla hana héreftir, er mun fornari, og stílinn er fremur eins og á einhverskonar landafræði eða náttúrufræði. Pistill: Jón Egill Eyþórsson

Om Podcasten

Í aust­­­­­ur­­­­­vegi er hlað­varps­þáttur sem fjallar um Kína og menn­ingu lands­ins. Í þátt­unum eru helstu sér­­­­­fræð­ingar lands­ins þegar það kemur að mál­efnum Kína og Íslands fengnir til við­tals. Einnig birt­­­­­ast pistlar um sagn­fræði, menn­ingu Kína og hina ýmsu áhuga­verðu ein­stak­l­inga sem koma það­­­­­an. Umsjón með hlað­varp­inu hafa Magnús Björns­­­­­son, Þorgerður Anna Björnsdóttir og Dan­íel Berg­­­­­mann.