Þorkell Ólafur Árnason - Viðskipti, kínverskar snjallgreiðslulausnir og saga KÍM

Viðtal vikunnar er við Þorkel Ólaf Árnason frumkvöðul. Hann hefur ýmsa fjöruna sopið í Kína og komið víða við þegar kemur að viðskiptum við Kína. M.a. má nefna kínverskar greiðslumiðlunarlausnir fyrir snjallsíma til að auðvelda kínverskum ferðamönnum að versla á Íslandi. Þorkell er auk þess formaður Kínversk íslenska menningarfélagsins (KÍM). Ræddum við um starfsemi félagsins sem á sér merka sögu og er mikilvægur hlekkur í menningarsamskiptum Íslands og Kína.

Om Podcasten

Í aust­­­­­ur­­­­­vegi er hlað­varps­þáttur sem fjallar um Kína og menn­ingu lands­ins. Í þátt­unum eru helstu sér­­­­­fræð­ingar lands­ins þegar það kemur að mál­efnum Kína og Íslands fengnir til við­tals. Einnig birt­­­­­ast pistlar um sagn­fræði, menn­ingu Kína og hina ýmsu áhuga­verðu ein­stak­l­inga sem koma það­­­­­an. Umsjón með hlað­varp­inu hafa Magnús Björns­­­­­son, Þorgerður Anna Björnsdóttir og Dan­íel Berg­­­­­mann.