Sýndu þakklæti í verki 感恩图报

Sagan með málshætti dagsins er frá Vor- og haust tímabilinu, á 6. öld fyrir okkar tímatal. Þegar Dìng konungi af Zhèng bárust fregnir af yfirvofandi árás frá Wú-ríki varð hann skelfingu lostinn. Wú-herinn var þekktur fyrir styrk sinn og sömuleiðis Wǔ hershöfðingi sem leiddi herinn og var persónulegur vinur Sunzi (sem ritið Hernaðarlistin er eignað). Wǔ hershöfðingi hélt að þeirra biði auðveldur sigur en annað kom á daginn. Þátturinn er þýddur og birtur með leyfi Lazlo Montgomery hjá ©Teacup Media. 

Om Podcasten

Í aust­­­­­ur­­­­­vegi er hlað­varps­þáttur sem fjallar um Kína og menn­ingu lands­ins. Í þátt­unum eru helstu sér­­­­­fræð­ingar lands­ins þegar það kemur að mál­efnum Kína og Íslands fengnir til við­tals. Einnig birt­­­­­ast pistlar um sagn­fræði, menn­ingu Kína og hina ýmsu áhuga­verðu ein­stak­l­inga sem koma það­­­­­an. Umsjón með hlað­varp­inu hafa Magnús Björns­­­­­son, Þorgerður Anna Björnsdóttir og Dan­íel Berg­­­­­mann.