Xunzi 荀子

Af konfúsískum heimspekingum fornaldar eru þrír taldir mestir. Þar ber hæst að sjálfsögðu Konfúsíus sjálfur sem lifði á öndverðum Vor og Haust tíma eða ca. 551–479 f.kr., næstur fer Mensíus sem uppi var hartnær 2 öldum síðar eða 372–289 f.kr. Xunzi er kallaður sá sem rekur lestina. Nafnið Xunzi er líkt og Kongzi (þ.e. Konfúsíus), Laozi, Zhuangzi og mörg fleiri, ættarnafn með viðskeitinu zi sem þýðir meistari eða eitthvað á þann veg. Xunzi hafði eiginnafnið Kuang og er því einnig réttilega kallaður Xun Kuang. Hann fékk ekki alveg náð fyrir augum konfúsista Han tímans sem mótuðu heimspekiskólann í ríkishugmyndafræði og voru augljóslega hrifnari af Mensíusi og kannski hafði hann fyrst og fremst þá stöðu að vera ákveðið andsvar við hinum kanóníska Mensíusi. Því komust við ekki hjá því að ræða heimspeki Xunzi með nokkuð tíðum skírskotunum í Konfúsíus og Mensíus. Pistill: Jón Egill Eyþórsson

Om Podcasten

Í aust­­­­­ur­­­­­vegi er hlað­varps­þáttur sem fjallar um Kína og menn­ingu lands­ins. Í þátt­unum eru helstu sér­­­­­fræð­ingar lands­ins þegar það kemur að mál­efnum Kína og Íslands fengnir til við­tals. Einnig birt­­­­­ast pistlar um sagn­fræði, menn­ingu Kína og hina ýmsu áhuga­verðu ein­stak­l­inga sem koma það­­­­­an. Umsjón með hlað­varp­inu hafa Magnús Björns­­­­­son, Þorgerður Anna Björnsdóttir og Dan­íel Berg­­­­­mann.