EM í handbolta - Ólafur Stefánsson
Íþróttavarp RÚV - En podcast af RÚV
Kategorier:
Ólafur Stefánsson er að flestra mati besti handboltamaður Íslandssögunnar. Ólafur hefur farið á kostum í EM stofunni á RÚV núna það sem af er Evrópumóti. Ólafur mætti fullur eldmóðs í Íþróttavarpið í dag. Hann vill að strákarnir í landsliðinu láti sig dreyma um undanúrslit. Þá segir Ólafur að hann sé á góðum stað í lífinu eftir sjö ára ferðalag og vilji fara að tengjast handbolta aftur. Hann sé jafnvel spenntur fyrir að þjálfa á ný. Þáttur dagsins er eiginlega skylduhlustun. Umsjón: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson og Gunnar Birgisson.