#63 – Verbúðin – Lokakafli og uppgjör – Hvernig varð kvótakerfið til?
Þjóðmál - En podcast af Þjóðmál

Kategorier:
Þjóðin hefur legið yfir sjónvarpsþáttunum Verbúð á síðustu vikum, enda verður ekki annað sagt en að þættirnir séu frábært afþreyingarefni. Í framhaldi af því má þó velta fyrir sér hvernig þessi saga varð til. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði, fara yfir það hvernig og hvenær fiskveiðistjórnunarkerfið – sem við í daglegu tali þekkjum sem kvótakerfið – varð til íslenskum sjávarútvegi, hvaða afleiðingar það hafði, hverjir hafa hagnast á því og hvort að til séu betri kerfi til að nýta þær miklu auðlindir sem finna má í hafinu.