#10 - Tölvuleikjastreymi og samfélagsmiðlar með Ólu Litlu

Dagur sest niður með hæfileikaríku og yndislegu Ólu Blöndal einnig þekkt sem Óla Litla og hún miðlar reynslu sinni af því að streyma tölvuleikjum á Twitch og að byggja upp traustan aðdáendahóp á samfélagsmiðlum.Einnig fara þau í djúpa og umhugsunaverða umræðu um samfélagsmiðla á borð við TikTok og Instagram, hverjir eru kostir slíkra miðla og hverjar eru hætturnar. Þið getið nálgast Twitch-streymin hjá Ólu hér. 👇❤️ Óla mun vera með 12 tíma góðgerðarstreymi til styrktar Mottumars þann 4. mars klukkan 12:00. endilega kíkið við og styrkið krabbameinsfélagið. 

Om Podcasten

Grínistinn Eggert og kvikmyndagerðamaðurinn Dagur bjóða þér í fróðlegt spjall yfir góðum kaffibolla. Í hverjum þætti er kafað ofan í málefni líðandi stundar, poppmenningu og ýmislegt annað sem er að gerast í samfélaginu. Vertu með í umhugsunarverðum og skemmtilegum samtölum hvort sem þú hefur áhuga á samtímanum eða vilt fara dýpra í eldri mál sem hafa mótað heiminn. Ertu að leita að einstakri og fyndinni upplifun? Eggert Smári er kjörin veislustjóri og uppistandari ef þú vilt breyta hvaða tilefni sem er í almennilegt partí. Hringdu í síma 659-4674 eða sendu skilaboð á [email protected] "if you wanna light up the funeral, book me."