#9 - Klamydía í Færeyjum

Eggert seigir Dag ferðasögur frá því þegar hann, Þórhallur og fleiri frábærir uppistandarar voru að túra í Færjeyjum með uppistandssýningar sem gengu upp og niður vegna þess að heimamenn eru ekki vanir Íslensku gríni og eru frekar íhaldssamir í eðli sínu.Þórhallur Þórhallsson fagnar um þessar mundir merkilegum tímamótum!Fyrir 20 árum var hann plataður til þess að vera með uppistand á árshátíð í vinnunni sinni. Eftir það var ekki aftur snúið.Í 20 ár hefur Þórhallur skemmt fólki með bröndurum á sýningum, bæði innanlands og erlendis. Til að fagna þessu ætlar Þórhallur að halda geggjaða uppistandssýningu í Sykursalnum, sem er frábær staður hannaður sérstaklega fyrir uppistand. Þessi sýning hefur verið í þróun allt síðasta ár þar sem Þórhallur ferðaðist með hana um allt land. Þið viljið ekki missa af þessari frábæru sýningu og fá að vera með því sýningin verður tekin upp og svo síðar gefin út. 👇https://tix.is/is/event/14795/-orhall...

Om Podcasten

Grínistinn Eggert og kvikmyndagerðamaðurinn Dagur bjóða þér í fróðlegt spjall yfir góðum kaffibolla. Í hverjum þætti er kafað ofan í málefni líðandi stundar, poppmenningu og ýmislegt annað sem er að gerast í samfélaginu. Vertu með í umhugsunarverðum og skemmtilegum samtölum hvort sem þú hefur áhuga á samtímanum eða vilt fara dýpra í eldri mál sem hafa mótað heiminn. Ertu að leita að einstakri og fyndinni upplifun? Eggert Smári er kjörin veislustjóri og uppistandari ef þú vilt breyta hvaða tilefni sem er í almennilegt partí. Hringdu í síma 659-4674 eða sendu skilaboð á [email protected] "if you wanna light up the funeral, book me."