Krakkafréttir og Blíðfinnur

Krakkavikan - En podcast af RÚV

Kategorier:

Nýlega kom út bók með öllum fjórum bókunum um Blíðfinn eftir Þorvald Þorsteinsson. Þær komu út á árunum 1998-2004 en nú eru þær allar aðgengilegar í einu bindi og það með nýjum teikningum Lindu Ólafsdóttur. Linda kemur í þáttinn og segir frá teikningunum, sköpunarferlinu og sinni reynslu af sögunum af Blíðfinni. Einnig verður farið yfir helstu Krakkafréttir liðinnar viku. Gestur: Linda Ólafsdóttir, teiknari og myndhöfundur Umsjón: Jóhannes Ólafsson