Fjármál og sjálfbærni - Landsbankinn og skrifstofa opinberra fjármála fjármála og efnahagsráðuneytisins

Sjálfbærni á mannamáli 🍃 - En podcast af Sjálfbærni á mannamáli

Kategorier:

Líkt og annars staðar í þjóðfélaginu okkar, geta fjármunir og fjárfestingar haft gífurlega mikil áhrif á sjálfbærni og umhverfismál, bæði til góðs og ills. Við ræðum við Aðalheiði Snæbjarnardóttur, sjálfbærnistjóra Landsbankans, og Kristinn Bjarnason, sérfræðing á skrifstofu opinberra fjármála hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, um hvernig fjármálastofnanir og ríki stuðla að sjálfbærni og bættum umhverfisháttum með nýjum áherslum. Aðalheiður og Kristinn segja okkur frá sjálfbærri fjármálaumgjörð Landsbankans og íslenska ríkisins, grænum sjóðum Landsbankans og áætlun ríkisins um að stofna græn skuldabréf.