Ísland og loftslagsbreytingar - Veðurstofan

Sjálfbærni á mannamáli 🍃 - En podcast af Sjálfbærni á mannamáli

Kategorier:

Vissir þú að vegna sérstöðu sinnar er Ísland sérstaklega áhugavert fyrir vísindamenn sem rannsaka áhrif loftslagsbreytinga? Hér er að hægt að skoða margs konar áhrif á litlu svæði; svo sem hopun jökla, aurskriður vegna lausari jarðvegs og breytingar á sjávarmáli. Í þokkabót sést ekki aðeins hækkun sjávarmáls við Íslandsstrendur, heldur einnig lækkun sjávarmáls vegna landriss.  Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftslags, og Elín Björk Jónasdóttir, hópstjóri veðurþjónustu hjá Veðurstofunni, ræddu við Laufið um hver áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi hafa verið og geta orðið síðar meir.