Næring úr nærumhverfi - Mjólkursamsalan
Sjálfbærni á mannamáli 🍃 - En podcast af Sjálfbærni á mannamáli

Kategorier:
Margrét Gísladóttir sérfræðingur hjá Mjólkursamsölunni fjallar um mjólkurframleiðslu og heimsmarkmiðin og hvernig tískusveiflur í mataræði Íslendinga hafa áhrif á það hvernig mjólkin er nýtt (smá vísbending: spritt kemur við sögu!) Alþjóðlegi mjólkurdagurinn var haldinn hátíðlegur um allan heim 1. júní og var þemað í ár einmitt sjálfbærni. Við tökum fyrir umbúðir og pappaskeiðarnar alræmdu sem hafa fallið misvel í kramið. Margrét útskýrir einnig hvers vegna matarsóun snýst ekki bara um mjúku málin og hvers vegna við ættum að treysta nefinu frekar en fyrningardagsetningum.