Plast, plast allsstaðar - Matís og Landvernd
Sjálfbærni á mannamáli 🍃 - En podcast af Sjálfbærni á mannamáli

Kategorier:
SÉRSTAKUR BÓNUS-ÞÁTTUR! Vissir þú að hvert okkar innbyrðir 5 grömm - ígildi eins greiðslukorts - af örplasti á VIKU? Allt sem þú vissir ekki um plast með Sophie Jensen, sérfræðingi hjá Matís, og Margréti Hugadóttur, verkefnastjóra hjá Landvernd! Hér segja þær frá hversdagslegum hlutum sem þú vissir ekki að innihéldu plast, hvernig plastið hjálpaði okkur að kortleggja heimshöfin, hvernig á að segja nei við einnota plasti og hvaða fimm hluti er nauðsynlegt að hafa með sér í fríið til að taka þátt í plastlausum júlímánuði. Allt um plastlausan júli á https://www.plasticfreejuly.org/ Bók Margrétar Hreint haf: Plast á norðurslóðum er einstaklega aðgengileg og inniheldur skemmtilegan og valdeflandi fróðleik fyrir bæði börn og fullorðna. Hana má nálgast hér: https://vefir.mms.is/flettibaekur/namsefni/hreint_haf_plast_a_nordurslodum/43/