Heiðar "Aðaldal" Jónsson & KISS-fárið

Leikfangavélin - En podcast af Atli Hergeirsson

Kategorier:

Heiðar Aðaldal Jónsson er smitaður af KISS veirunni líkt og reyndar sjálfur þáttastjórnandinn. Heiðar er sveitastrákur að norðan en býr í höfuðborginni þar sem hann lifir sannkölluðum KISS lífstíl. Hann er einn af stofnendum KISS ARMY ICELAND sem er aðdáendaklúbbur hljómsveitarinnar KISS hér á landi. Hann hefur farið á allnokkra tónleika með goðunum ásamt öðrum einstökum eventum þeim tengdum og jafnvel með einhverjum af þeim í för. Þá hefur hann farið á tvær siglingar um Karabíska hafið með bandinu, svokallað KISS KRUISE. Hann var einn af þeim sem flutti inn fyrrverandi KISS gítarleikarann Bruce Kulick um árið þegar sá síðarnefndi tróð upp með MEIK á skemmtistaðnum SPOT í Kópavogi. Hér ræði ég við Heiðar af miklum myndarskap um hljómsveitina KISS og við förum yfir flestar plötur þeirra í góðu spjalli, en hljóðversplöturnar frá þeim eru orðnar alls 20 talsins. KISS nördaskapur af bestu gerð.


See acast.com/privacy for privacy and opt-out information.