Lífsreynslusögur Vikunnar

Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:- Mér leiddist maðurinn minn:„Ég var átján ára þegar ég kynntist Eiríki. Hann varð strax mjög hrifinn af mér og gekk á eftir mér með grasið í skónum heilan vetur. Mér þótti ósköp vænt um hann því þetta var góður strákur en ég get ekki sagt að ég hafi kiknað í hnjánum í návist hans og hjartað barðist svo sem ekkert hraðar þótt ég heyrði rödd hans. Þrátt fyrir það vorum við saman í tvö ár áður en ég sleit sambandinu. Eiríkur var vinur minn og mér fannst hann eiga betra skilið en kærustu sem var svona hálfvolg eins og ég.“ - Vinkona mín gerir lítið úr mér:„Ég tilheyri stórum vinahópi sem hefur haldið saman lengi. Fimm okkar kynntust fyrst í barnaskóla en svo bættust við kærastar, kærustur og vinir vina þar til hópurinn þéttist og varð að þeim kjarna sem nú myndar hópinn. Mér hefur alltaf liðið vel með þessu fólki eða þar til síðastliðið ár. Þá byrjaði ein úr hópnum að gera stöðugt lítið úr mér fyrir framan hina og nú finnst mér ég ekki vita hvar ég hef neinn.“- Þetta átti aldrei að ganga svona langt:„Fyrir löngu fluttum við hjónin út á land þar sem við byggðum okkur nýja tilveru ásamt yngri syni okkar. Á minni stöðum á landsbyggðinni vita flestir flest um flesta og ég varð áþreifanlega vör við það nokkrum árum seinna.“ - Lét alkann stjórna mér allt of lengi:„Þetta byrjaði allt mjög vel og sakleysislega. Ég var að koma úr sjö ára ágætis sambandi, var einstæð með eitt lítið barn í minni eigin íbúð og ágætlega stæð. Barnsfaðir minn var óvirkur alki og hafði verið edrú í nokkur ár þegar við kynntumst. Ég saknaði þess pínulítið að fá mér rauðvín og osta á fallegum kvöldum og bjór við grillið, mig langaði því ekki að ná mér í alka aftur. En þess í stað náði ég mér í bullandi alka – ómeðvitað sem alls ekki var ætlunin.“- Maður á þínum aldri:„Fyrir mörgum árum bjó ég í sveit. Ég eignaðist góða vini og kunningja þennan áratug sem ég var þarna en einn var mér sérstaklega minnisstæður. Löngu síðar tók ég upp sambandið við þennan gamla vin og einmitt þegar hann stóð á miklum tímamótum.“ Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

Om Podcasten

Lífsreynslusögur með Guðrúnu ÓlaGuðrún Óla blaðamaður hjá Vikunni, les upp lífsreynslusögur sem sendar hafa verið inn í blaðið í gegnum tíðina, en hér er sannleikurinn lyginni líkastur! Ekkert er gefið eftir og sögurnar eru jafn ólíkar og þær eru margar. www.vikan.is Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.