Lífsreynslusögur Vikunnar

Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir: - Ógeðslegi karlinn á efri hæðinni:„Ég var erfiður unglingur. Milli okkar mömmu ríkti stríð sem lauk með því að hún rak mig að heiman. Fyrst á eftir reyndi ég að búa hjá pabba en fór fljótlega að leigja. Leigusalinn bjó á efri hæðinni og fljótlega komst ég að því að hann ætlaðist til að fá ýmislegt fleira en peninga fyrir íbúðina.“ - Þögul fyrirlitning:„Þegar við rugluðum saman reytum, ég og seinni maðurinn minn, höfðum við bæði verið í sárum í nokkur ár eftir makamissi. Börnin mín tvö tóku sambandi okkar vel en ekki er hægt að segja það sama um dóttur mannsins míns.“- Leynihólfið í skrifborðinu:„Ég hef oft sagt að konurnar í fjölskyldu minni séu ekkert sérlega heppnar í ástum, það er að ömmu undantekinni. Hún og afi hafa átt dásamlegt samband í yfir fimmtíu ár en mamma, móðursystur mínar, systur mínar og ég höfum allar lent í alls konar uppákomum með alla vega karla. Nýlega komst ég þó að því að ekki var allt sem sýndist í hjónabandi afa og ömmu.“ - Veit ekki hvort ég get fyrirgefið honum:„Þegar bróðir minn var barn að aldri var hann hvers manns hugljúfi. Eftir að hann fullorðnaðist breyttist hann til hins verra og ég hef núorðið lítinn áhuga á að vera í samskiptum við hann. Í raun engan eftir að hann fór illa með dóttur mína.“ - Ókunnugleg hljóð um miðja nótt:„Fyrir mörgum árum var ég næturvörður í fyrirtæki hér í Reykjavík. Ég var í námi á daginn og það hentaði ágætlega að taka fjórar slíkar vaktir í röð og eiga síðan frí í sex daga. Þetta var þægileg vinna og ég gat lært á nóttunni. En mér varð ekki um sel þegar ég fór að heyra undarleg hljóð í byggingunni og verða var viðýmislegt sem ekki verður fyllilega skýrt á jarðbundinn hátt.“ Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

Om Podcasten

Lífsreynslusögur með Guðrúnu ÓlaGuðrún Óla blaðamaður hjá Vikunni, les upp lífsreynslusögur sem sendar hafa verið inn í blaðið í gegnum tíðina, en hér er sannleikurinn lyginni líkastur! Ekkert er gefið eftir og sögurnar eru jafn ólíkar og þær eru margar. www.vikan.is Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.