Lífsreynslusögur Vikunnar

 Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:- Grannkonan góða:„Fyrir tveimur árum flutti móðir mín í blokk. Hún hafði ákveðið að minnka við sig eftir að pabbi dó og þetta var falleg íbúð, fullkomin fyrir eina manneskju. Í byrjun gekk allt vel og mamma var mjög ánægð en svo flutti ný kona í húsið og þá breyttist allt.“- Hrökklaðist úr skóla vegna ofbeldis:„Sonur minn var lagður í einelti nánast alla skólagönguna. Hvað eftir annað reyndum við að fá skólayfirvöld itl að taka á málinu en ekkert að gert. Sonur minn var sendur til félagsráðgjafa og sálfræðings skólans því kennarinn hans var viss um að hann væri vandamálið, ekki drengurinn sem níddist á honum. Við komumst að því síðar að sá var sonur vinkonu kennarans ...“- Maðurinn minn reyndi að svipta sig lífi:„Ég get ekki sagt að hjónaband mitt hafi verið hamingjusamt. Frá fyrstu kynnum okkar hjóna var ég undir hælnum á honum. Hann var drykkjusjúkur og auk þess mjög stjórnsamur. Hann hikaði ekki við að beita mig andlegu og líkamlegu ofbeldi ef ég lét ekki að vilja hans. Ef ég stóð fast á mínu hótaði hann að fremja sjálfsmorð ... svo gerði hann alvöru úr hótun sinni.“- Presturinn notfærði sér vanlíðan mína:„Sumarið sem ég varð átján ára fór ég ásamt vinkonu minni að vinna á hóteli út á landi. Ævintýraþráin rak okkur þangað og tilhugsunin um að vinna á vinsælum ferðamannastað fannst okkur mjög spennandi. Fljótlega eftir að við komum á staðinn varð mér hins vegar ljóst að einn íbúanna á staðnum heillaði mig mun meira en þeir ferðamenn sem áttu leið um ...“- Spádómarnir sem rættust:„Ég fór til spákonu þegar ég var að verða 18 ára. Ekki var ég sátt við allt sem hún sagði, ég man það, en skrifaði spána samviskusamlega niður á miða. Ég gleymdi spádómnum fljótlega og týndi miðanum en áratugum seinna fann ég hann og þá brá mér heldur betur í brún. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

Om Podcasten

Lífsreynslusögur með Guðrúnu ÓlaGuðrún Óla blaðamaður hjá Vikunni, les upp lífsreynslusögur sem sendar hafa verið inn í blaðið í gegnum tíðina, en hér er sannleikurinn lyginni líkastur! Ekkert er gefið eftir og sögurnar eru jafn ólíkar og þær eru margar. www.vikan.is Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.