Lífsreynslusögur Vikunnar

Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:- Meiðandi orð:„Þegar dóttir mín veiktist af sjúkdómi sem síðar dró hana til dauða sagði ókunnugur maður eina setningu við mig sem hefur lifað með mér síðan. Enn skil ég ekki tilgang mannsins og mun eflaust aldrei gera það.“ - Neyð konunnar gekk mér að hjarta:„Fyrir nokkru var ég á leið heim frá sólarströnd í íslenskri flugvél. Skyndilega heyrðist rödd flugfreyjunnar í kallkerfinu og hún spurði hvort læknir væri um borð. Hjón gáfu sig fram og fljótlega var okkur öllum ljóst að í vélinni var kona haldin ofsahræðslu í alvarlegu kvíðakasti. Hún er greind með alzheimer á byrjunarstigi og var þarna ein á ferð og missti skyndilega allt veruleikaskyn og vissi ekki hvar hún var stödd.“ - Systir í samkeppni:„Ég er næstelst í systkinahópnum, á tvo bræður og eina systur, nokkrum árum yngri. Við systkinin vorum ágætlega samrýnd en á unglingsárunum fann ég að systir mín virtist vera komin í einhvers konar samkeppni við mig.“- Faðir hans eyðilagði sjálfsmynd hans:„Þegar ég skildi við manninn minn og stóð uppi ein með drengina mína kom fljótlega í ljós að sambúð mín við föður þeirra hafði skilið eftir ör á sál þess eldri. Hann varð fljótlega fyrir miklu aðkasti í skólanum, enda var vanlíðan hans öllum augljós og börn geta verið grimm. Fagfólk kom inn í málið og ég varð að taka á öllu mínu til að ég og barnið mitt yrðum ekki kaffærð í sérfræðikjaftæði sem hafði ekkert með líf okkar að gera.“- Konan á móti:„Fyrir nokkrum árum bjó ég í sama fjölbýlishúsi og kona nokkur sem hafði átt sérstakt og erfitt líf sem hafði sett mark sitt á hana. Í fyrstu var hún indæl en það breyttist þegar hún fann að ég vildi ekki jafnmikið samband hafa og hún.“ Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

Om Podcasten

Lífsreynslusögur með Guðrúnu ÓlaGuðrún Óla blaðamaður hjá Vikunni, les upp lífsreynslusögur sem sendar hafa verið inn í blaðið í gegnum tíðina, en hér er sannleikurinn lyginni líkastur! Ekkert er gefið eftir og sögurnar eru jafn ólíkar og þær eru margar. www.vikan.is Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.