Lífsreynslusögur Vikunnar

Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:- Hvern ertu að reyna að sannfæra?:„Þegar systir mín gifti sig var ég viss um að samband hennar við mann sinn yrði farsælt, svo ástfangin voru þau og tilbúin til að verja lífinu saman. Þrjátíu árum síðar virtist allt vera í lukkunnar velstandi en svo heyrði ég samtal á milli hennar og vinkonu hennar.“ - Kaldlynd vinkona:„Að missa ástvin er hluti af lífinu og huggunin er ekki síst fólgin í fólkinu í kringum mann sem styður og styrkir og hjálpar við að komast yfir sorgina. Vinkona mín til fjölda ára sýndi af sér undarlega framkomu þegar sameiginleg vinkona okkar upplifði sáran missi og síðar ég.“ - Allt of seint:„Ég er elst af fjórum systkinum og man því vel eftir því þegar faðir okkar yfirgaf okkur. Hann skildi ekki bara við mömmu, heldur einnig okkur börnin sín. Löngu seinna, þegar við vorum orðin uppkomin og nutum öll velgengni, vildi hann taka upp samband við okkur.“- Ofverndandi amma:„Lífið var oft erfitt hjá vinkonu minni en þegar hún kynntist góðum manni og eignaðist með honum barn hélt ég að nú yrði allt gott. Mér skjátlaðist.“ - Neydd í umgengni:„Fyrir fjölmörgum árum var mér og litla bróður mínum bjargað út af miklu óregluheimili og við sett í fóstur. Við höfðum þurft að þola það sem ekkert barn á að þurfa að þola en þrátt fyrir að vera komin í fóstur, vorum við ekki alveg sloppin.“ Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

Om Podcasten

Lífsreynslusögur með Guðrúnu ÓlaGuðrún Óla blaðamaður hjá Vikunni, les upp lífsreynslusögur sem sendar hafa verið inn í blaðið í gegnum tíðina, en hér er sannleikurinn lyginni líkastur! Ekkert er gefið eftir og sögurnar eru jafn ólíkar og þær eru margar. www.vikan.is Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.