Lífsreynslusögur Vikunnar

Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:- Undarlegir draumar: „Þegar ég var rétt innan við tvítugt dreymdi mig sérkennilegan draum sem ég leit á sem vitleysu en vakti mig samt til umhugsunar seinna meir. Millinafn eldri dóttur minnar fékk ég í gegnum draum og þegar ég fékk sterk skilaboð í gegnum þriðja drauminn og fór eftir þeim tók líf mitt mögnuðum breytingum.“- Eftirminnileg jól: „Árið hafði verið frekar erfitt hjá mér og ég var enn að jafna mig eftir sambandsslit. Þegar leið að jólum hlakkaði ég til að slaka á í faðmi ástvinanna og hafði í fyrsta skipti efni á því að kaupa veglegar gjafir. Margt fór þó öðruvísi en ætlað var.“- Óvæntir fordómar:„Fyrir nokkrum árum tók líf mitt algjöra U-beygju. Ég skildi við manninn minn, missti heilsuna um svipað leyti og í kjölfarið íbúðina mína. Ég flutti síðar í leiguíbúð í blokk þar sem ég upplifði framkomu sem ég hef hvorki fyrr né síðar mætt af hendi nágranna.“- Hefðir og ekki hefðir:„Eftir afar erfitt ár var komið að jólum sem ég ákvað að verja heima hjá systur minni og mági. Unglingsdætur mínar voru með mér en sonurinn ungi hjá föður sínum. Kvöldið var erfitt og skrítið á ýmsan hátt og í kjölfar þess ákvað ég að taka upp hefð sem ég hef alla tíð staðið við þótt líf mitt hafi tekið miklum breytingum síðan þá.“- Svikarinn:„Ég skipulagði viðburð fyrir mörgum árum og réði gamlan skólabróður minn sem gráðbað um að fá að starfa hjá mér. Þegar tárin höfðu þornað reyndist maðurinn ansi kræfur og sýndi mikið ímyndunarafl við að svíkja mig og pretta.“ Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

Om Podcasten

Lífsreynslusögur með Guðrúnu ÓlaGuðrún Óla blaðamaður hjá Vikunni, les upp lífsreynslusögur sem sendar hafa verið inn í blaðið í gegnum tíðina, en hér er sannleikurinn lyginni líkastur! Ekkert er gefið eftir og sögurnar eru jafn ólíkar og þær eru margar. www.vikan.is Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.