Fjöllyfjameðferð, 70 ára krýningarafmæli og Valdimar um meðvirkni

Freyja Jónsdóttir, lyfjafræðingur hjá Landspítalanum og lektor í lyfjafræði við Háskóla Íslands, hlaut á dögunum styrk úr Doktorsstyrktarsjóði Háskóla Íslands fyrir doktorsverkefni sitt. Í verkefninu rannsakar hún áhrif þess þegar fólk þarf að taka mörg lyf samtímis, sem leiðir af sér líkur á lyfjatengdum skaða. Verkefni af þessum toga geta skipt miklu varðandi það að auka lífslíkur fólks með langvinna sjúkdóma, bæta heilsu þess og líðan samtímis því að draga úr kostnaði heilbrigðiskerfisins. Við fengum Freyju til þess að segja okkur frá þessu í þættinum í dag. Sigríður Pétursdóttir, eða Sigga Pé eins og flestir þekkja hana, kvikmyndafræðingur og sérlegur sérfræðingur þáttarins um bresku konungsfjölskylduna kom í þáttinn í dag og talaði um þessi tímamót í lífi konungsfjölskyldunnar og bresku þjóðarinnar, því þessa dagana er haldið upp á það að 70 ár eru frá því að Elísabet II. var krýnd drottning og framundan eru mikil hátíðahöld í Bretlandi. Valdimar Þór Svavarsson rágjafi hjá Fyrsta skrefinu verður með okkur alla þriðjudaga núna í júní. Hann ætlar að taka fyrir margvíslegar hliðar á samskiptum, starfsánægju og líðan á vinnustað og miklu fleira. Í þetta fyrsta sinn talaði hann um hugtak sem er fyrirferðamikið í umræðunni þegar kemur að mannlegum samskiptum, meðvirkni. Þetta hugtak vefst fyrir mörgum og auðvitað hefur fólk mismunandi skilning á því. Sem sagt í dag talaði Valdimar um meðvirkni í lífi og starfi. UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Om Podcasten

Um litróf mannlífsins. Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.