Hreyfing í 1300 daga, Flipp festival og Guja lesandinn

Á sumrin eru kjöraðstæður til að hreyfa sig utanhúss og þar sem íslenska sumarið stendur yfirleitt ekki mikið lengur en hundrað daga þá eru margir sem setja sér það markmið að hreyfa sig meðvitað á hverjum degi þessa sætu löngu sumardaga. Hundrað daga hreyfiátakið er því komið inn í tungumálið sem hugtak og margir hafa tekið það upp til að koma sér af stað í hreyfingu en ekki síður til að taka frá tíma fyrir sig til að hugsa og pæla á meðan á hreyfingunni stendur. Sigríður Rósa Kristinsdóttir er ein þeirra sem byrjaði á hundrað daga hreyfiátaki fyrir nokkru sem má segja að hafi aðeins farið úr böndunum. Við hittum hana í reykvísku rigningunni í gær og spjölluðum við hana. Við fræddumst um Flipp festival í dag, en það er ný íslensk sirkuslistahátíð sem sirkuslistafélagið Hringleikur stendur fyrir næstu helgi hér á landi. Þar verður fagnað sístækkandi íslenskri sirkussenu og boðið verður upp á nýstárlegar íslenskar og erlendar sirkussýningar og þema hátíðarinnar er spurningin Er þetta hægt? Eyrún Ævarsdóttir og Jóakim Kvaran, sirkuslistafólk, komu í þáttinn í dag og sögðu frá. Lesandi vikunnar í þetta sinn var svo Guja Sandholt söngkona og verkefnastjóri hjá Listahátíð í Reykjavík. Við fengum hana til að segja okkur frá því hvaða bækur eru á náttborðinu hjá henni, hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Tónlist í þættinum í dag: Einbúinn / Vilhjálmur Vilhjálmsson (Magnús Eiríksson) Stutt Skref / Moses Hightower (Andri Ólafsson, Daníel Friðrik Böðvarsson, Steingrímur Karl Teague og Magnús Tryggvason Eliassen) Sirkus Geira Smart / Spilverk Þjóðanna UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG BRYNHILDUR BJÖRNSDÓTTIR

Om Podcasten

Um litróf mannlífsins. Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.