Kristján Gíslason föstudagsgestur og danskt matarspjall

Kristján Gíslason söngvari var föstudagsgesturinn okkar að þessu sinni. Kristján fæddist og ólst upp í Skagafirði, fluttist svo til Vestmannaeyja, lenti í gosinu, njósnaði um Frímúrara og lék sér í húsarústum og flutti svo aftur á Sauðárkrók 12 ára þar sem hann flutti milli tvítugs og þrítugs í Kópavoginn. Hann varð fyrst þekktur á seinni hluta níunda áratugarins þegar hann var söngvari hljómsveitarinnar Herramenn sem sló t.d. í gegn með lagið Í útvarpi. Einnig var hann söngvari hljómsveitarinnar Spútnik og hefur tekið ótal sinnum þátt í Söngvakeppninni og í Eurovision en hann tók fyrst þátt árið 1991. Þessa dagana syngur hann í söngdagskrá Gunnars Þórðarsonar á Hótel Grímsborgum. Hans aðalstarf er grafískur hönnuður á markaðsdeild VÍS. Sigurlaug Margrét fór í rannsóknarleiðangur til Kóngsins Köbenhavn og í matarspjalli dagsins fengum við að vita hvað hún sá og smakkaði á þar, það voru danskar pylsur, purusteik og krembollur, svo eitthvað sé nefnt. UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Om Podcasten

Um litróf mannlífsins. Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.