Ástin og af hverju við veljum það sem við vorum að flýja

Til að skilja hluti er ekki nóg að vera á yfirborðinu heldur þurfum við alltaf að fara  í kjarna málsins. Það er einmitt það sem ég ætla að gera í dag, fara í kjarna ástarinnar. Það er hægt að nálgast þetta viðfangsefni á marga vegu en hér fjalla ég um það um það hvernig tilfinningaleg tenging okkar við foreldra okkar getur fylgt okkur inn í  sambönd á fullorðinsárunum.  Af hverju endum við stundum á að velja það sem við vorum að flýja?

Om Podcasten

Berglind Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur og eigandi vefsíðunnar GulurRauðurGrænn&salt, fjallar um allt það sem kemur okkur nær því markmiði að vera sátt í eigin skinni og láta drauma okkar rætast."Mig langar að búa til öflugt samfélag kvenna þar sem við styrkjumst og þar af leiðandi styrkjum hvor aðra, gerum hluti sem okkur hafði ekki dreymt um að gera, eða okkur hafði dreymt um að gera en hefðu ekki orðið að veruleika. "