Ástin og af hverju við veljum það sem við vorum að flýja
Matur fyrir sálina - En podcast af Berglind

Til að skilja hluti er ekki nóg að vera á yfirborðinu heldur þurfum við alltaf að fara í kjarna málsins. Það er einmitt það sem ég ætla að gera í dag, fara í kjarna ástarinnar. Það er hægt að nálgast þetta viðfangsefni á marga vegu en hér fjalla ég um það um það hvernig tilfinningaleg tenging okkar við foreldra okkar getur fylgt okkur inn í sambönd á fullorðinsárunum. Af hverju endum við stundum á að velja það sem við vorum að flýja?